Tryggðu sætið í efstu deild
Sameiginlegt lið Grindarvíkur og Reynis, GRV, tryggði sæti sitt í efstu deild kvenna eftir glæsilegan sigur á KR 2-1 á Grindavíkurvelli á þriðjudagskvöld. GRV átti sigurinn svo sannarlega skilinn en Alma Rut Garðarsdóttir tryggði GRV sigurinn með marki í uppbótartíma.
KR komst í 1-0 í fyrri hálfleik en Elínborg Ingvarsdóttir jafnaði metin 10 mín. fyrir leikslok og Alma Rut tryggði svo stigin þrjú. GRV lék virkilega vel í þessum leik en Ása Dögg Aðalsteinsdóttir markvörður var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins.
Ein umferð er eftir en GRV sækir Breiðablik heim í lokaumferðinni. Nýtliðar GRV hafa þar með náð takmarki sínu að halda sæti sínu í deildinni og reyndar gott betur. Verður spennandi að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.