Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 22:05

Tryggði sigurinn með marki af 35m færi

Víðir sigraði Selfoss, 1-0, í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á blautum Garðsvellinum. Það var Guðmundur Þór Brynjarsson sem skoraði mark heimamanna með glæsilegu skoti af 35m færi, sannkallað draumamark. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var leikurinn mjög jafn og þótti talsverð skemmtun.Víðir er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex umferðir, hafa sigraði fjóra leiki en tapað tveimur og eru með markatöluna 10-7.
Þess má geta að Víðir hefur spilað einum leik meira en liðin í kringum en þau spila leiki sína á föstudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024