Trúðurinn í víking
Trúðurinn Gunnar Gunnarsson er þessa stundina staddur í Noregi þar sem hann tekur þátt í fyrri hluta heimsbikarmótsins í torfæru. Gunnar keppir í götubílaflokki og var hann nokkuð bjartsýnn á góðan árangur í keppninni. ,,Maður stefnir alltaf að sigri, það þýðir ekkert annað!“
Aðrir keppendur koma aðallega frá Noregi, Svíðþjóð og Danmörku og segir Gunnar þá sérlega vel búna. ,,Þeir eiga náttúrulega auðveldara aðgengi að peningnum hér úti en við heima en við gefum þeim ekkert eftir.“ Keppt verður á laugardag og sunnudag hið ytra og verður spennandi að sjá hvort glaðbeitti Trúðurinn komi heim með sigur í farteskinu.
Mynd/trudurinn.is