Trúðurinn í smávandræðum
Gunnar Gunnarsson náði fínum árangri í Noregi um helgina á fyrri hluta heimsbikarmótsins í torfæru. Gunnar á Trúðnum góðkunna lenti í 4. sæti fyrri keppnisdaginn en því 5. seinni daginn. ,,Strákunum í sérútbúna flokknum gekk betur en mér, Halli P. lenti í fyrsta sæti báða dagana og Sigurður Þór í því þriðja. Ég var soldið óheppinn og lenti í smá vandræðum báða dagana en næsta keppni verður hér heima þar sem ég þekki brautinar og jarðveginn mjög vel, segir Gunnar. Alls tóku um 20 keppendur þátt í götubílaflokknum en næsta keppni verður í Stapafelli þann 17.júlí og þar ætlar Gunnar sér og Trúðnum stóra hluti.
Myndin: Gunnar Gunnarsson hugar að trúðnum áður en hann fór til Noregs. Eins gott að allt sé í lagi.