Trúðurinn á toppnum
Gunni Gunn og Trúðurinn eru efstir í stigakeppninni í torfæru á sérútbúnum bílum en Gunnar hafnaði í 1. sæti í torfærunni í Mosfellsbæ í júní. Nýr og endurbættur Trúður hefur verið tekinn í notkun en hann er um 500 kg léttari en sá gamli og um 70 sm. styttri.
Gunnar hefur aðeins keyrt á nýja trúðnum í tveimur keppnum og segir bílinn vera að reynast vel. Gunnar hefur fyrir löngu sannað sig sem sá besti í götubílaflokki og í fyrra keppti hann í fyrsta sinn í torfærunni á sérútbúnum bíl og varð Íslandsmeistari í fyrstu tilraun og gerir nú harða atlögu að öðrum Íslandsmeistaratitli sínum í röð. Næsta mót fer fram á Hellu helgina 14.-16. júlí en það er Heimsbikarmótið og verður mikið um dýrðir á Hellu þá helgi þar sem fólk ætti ekki að láta sig vanta.
VF-mynd/ Raggi M
Gunnar hefur aðeins keyrt á nýja trúðnum í tveimur keppnum og segir bílinn vera að reynast vel. Gunnar hefur fyrir löngu sannað sig sem sá besti í götubílaflokki og í fyrra keppti hann í fyrsta sinn í torfærunni á sérútbúnum bíl og varð Íslandsmeistari í fyrstu tilraun og gerir nú harða atlögu að öðrum Íslandsmeistaratitli sínum í röð. Næsta mót fer fram á Hellu helgina 14.-16. júlí en það er Heimsbikarmótið og verður mikið um dýrðir á Hellu þá helgi þar sem fólk ætti ekki að láta sig vanta.
VF-mynd/ Raggi M