Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Troðið yfir Elvar í Stjörnuleiknum
Laugardagur 14. janúar 2012 kl. 18:49

Troðið yfir Elvar í Stjörnuleiknum

Það var boðið uppá æsispennandi Stjörnuleik í Dalhúsum í dag þegar Höfuðborgarsvæðið tók á móti Landsbyggðinni. Það var jafnt á öllum tölum allan leikinn og spennuþrungnar lokamínútur. Emil Þór Jóhannsson setti síðustu stig leiksins þegar hann negldi þrist úr horninu og kom Höfuðborgarsvæðinu yfir 142-140 og reyndust það lokatölur leiksins.

Stigahæstur í liði Höfuðborgarsvæðisins var Hayward Fain úr Haukum með 22 stig og næstur honum var Nathan Walkup úr Fjölnimeð 20 stig.

Stighæsti leikmaður Landsbyggðarinnar var Darrin Govens með 41 stig og Quincy Hankins-Cole setti 18 stig. Nathan Walkup leikmaður Fjölnis var valinn besti maður leiksins en hann setti 20 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Keflvíkingurinn Magnús Gunnarsson var fjarri góðu gamni vegna veikinda og Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi Jónsson tók hans sæti. Ólafur tók þátt í þriggjastigakeppninni ásamt Grindvíkingunum Giordan Waton og J´Nathan Bullock en hann var sá eini sem náði inn í úrslitin.

Í troðslukeppninni tók hinn smávaxni Giordan Watson þátt en hann náði ekki inn í úrslitin þrátt fyrir flott tilþrif. Elvar Friðriksson hjá Njarðvík var notaður sem leikmunur hjá troðslumeistaranum Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli en hann sveif yfir nýliðann og tryggði sér sigur í keppninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson tók virkan þátt í troðslukeppninni


Ólafur Helgi Jónsson, Cameron Ehcols og Elvar Friðriksson léku allir ágætlega fyrir lið landsbyggðarinnar

Myndir/EJS: Efst eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson, J´Nathan Bullock og Giordan Watson