Traustsyfirlýsing Kjartans - skondið atvik frá Eysteini Haukssyni
Flestir þeir sem hafa leikið knattspyrnu undir stjórn hins gallharða þjálfara Kjartans Mássonar eru sammála um að hann á það til að velja aðrar slóðir en þær sem áður eru troðnar og á það ekki síst við þegar talað er um samskipti hans við leikmenn sína. Af þessu eru til margar magnaðar sögur og skoðanir skiptar um álit manna á þeim, sem auðveldlega væri hægt að skrifa heila bók um. Það vildi þannig til að ég var einn af hinum “heppnu” sem lentu í kallinum og held ég að mínar sögur séu ágætis dæmi um frumlegar aðferðir hans í þessum málaflokki.Sú fyrri gerðist um haustið 1992 en þá kom ég til Keflavíkur ásamt Frey Sverrrissyni, sem þá hafði þjálfað mig undanfarin tvö ár, austur á Egilsstöðum. Ég stóð þá við völlinn og var að fylgjast með æfingu liðsins og vakti það athygli mína að það virtist enginn þjálfari vera til staðar. Hins vegar var einhver hjólbeinóttur karlskarfur í samfestingi og gríðarmiklum snjóbomsum vafrandi í kringum svæðið, sveiflandi höndum og tautandi eitthvað fyrir munni sér með reglulegu millibili.
Freyr sendi mig svo upp í íþróttahús, því þar átti ég að hitta “karlinn” eins og hann orðaði það og kom í ljós að það reyndist vera enginn annar en “maðurinn í bomsunum”. Kjartan dró mig þá inn í kennaraherbergi þar sem hann settist niður og kveikti sér, þungur á brún, í “íþróttablysi” og horfði svo á mig í nokkrar sekúndur með svip, blönduðum pirringi og áhugaleysi áður en hann spurði loks: “Jæææææja, ert þú að spá í að koma hérna og æfa með okkur, segirðu?”. Ég, sveitapilturinn með drauminn, var nú orðinn hálf frosinn á þessum tímapunkti en náði þó að koma upp úr mér einhverju sem líktist “já” og vonaðist þá eftir að hann segði annað hvort að honum litist vel á það eða að ég hefði fengið góð meðmæli frá Frey eða einhverju í þá áttina, en það var öðru nær. Kjartan starði á mig nokkra stund eða þar til hann byrjaði allt í einu að skellihlæja og hrista hausinn eins og hann hefði ekki heyrt betri brandara í áraraðir. Hlátursgusa þessi stóð í um fimm mínútur eða þangað til hann labbaði út, eldrauður í framan eftir áreynsluna og þar með var þeim fundinum lokið.
Þegar svo fór að líða á sumarið komst ég loks í leikmannahóp meistaraflokks og var í fyrsta skipti á varamannabekknum í heimaleik á móti ÍBV. Þegar einungis 6 mínútur eru liðnar af leiknum meiðist hinn yfirvegaði miðvallarleikmaður Georg Birgisson illa og gefur strax merki í átt að bekknum um að hann þurfi nauðsynlega að koma af leikvelli. Freyr Sverris, sem þá var liðsstjóri og ekki nærri því orðinn fertugur tók manna fyrstur eftir þessu og kallaði strax til Kjartans: “Goggi er búinn”. Kjartan svaraði honum strax í þjáningar- og vonleysistón: “NNNEEEEEEIIIIIIII” og leit svo með örvæntingarsvip til hliðar, yfir varamannabekkinn í um 5 sek. áður en hann hann setti báðar hendur á hnakka, hristi höfuðið rólega og kom svo með þessa líka yfirgengilegu traustsyfirlýsinguna: “O,boy, O,boy,O,boy... Eysteinn, farðu að hita upp". Skipti þá engum togum, ég spratt upp eins og stálfjöður og náði að taka þarna einhverjar þrjár hnélyftur áður en mér var hent inn á völlinn. Þess má geta að Freyr sá alfarið um skiptinguna og sá ég Kjartani bregða fyrir þegar ég var að fara úr gallanum, með höfuðið falið í höndum sér, og var ekki annað að merkja á látbragði hans en að hann væri endanlega búinn að gefa upp alla von um stig í sarpinn, þetta kvöldið. Hvort sem mönnum finnast þetta nú vera réttar eða rangar aðferðir í uppbyggingu ungra leikmanna hjá karlinum, stendur sú staðreynd eftir að ég var hreinlega eins og pinball kúla úti um allan völl þetta kvöldið og átti ágætis leik í 4-0 sigri.
Kjartan segist nú vera hættur að þjálfa. Við sem höfum orðið svo lánsamir að upplifa einstaka leiðsögn hans á knattspyrnuvellinum í gegn um tíðina erum flestir sammála um að þó hann sé og verði sjálfsagt alltaf umdeildur, í ljósi óhefðbundinna aðferða sinna, verði umræðan um hann af sömu sökum alltaf lífleg og áhugaverð.
Eysteinn Hauksson
Freyr sendi mig svo upp í íþróttahús, því þar átti ég að hitta “karlinn” eins og hann orðaði það og kom í ljós að það reyndist vera enginn annar en “maðurinn í bomsunum”. Kjartan dró mig þá inn í kennaraherbergi þar sem hann settist niður og kveikti sér, þungur á brún, í “íþróttablysi” og horfði svo á mig í nokkrar sekúndur með svip, blönduðum pirringi og áhugaleysi áður en hann spurði loks: “Jæææææja, ert þú að spá í að koma hérna og æfa með okkur, segirðu?”. Ég, sveitapilturinn með drauminn, var nú orðinn hálf frosinn á þessum tímapunkti en náði þó að koma upp úr mér einhverju sem líktist “já” og vonaðist þá eftir að hann segði annað hvort að honum litist vel á það eða að ég hefði fengið góð meðmæli frá Frey eða einhverju í þá áttina, en það var öðru nær. Kjartan starði á mig nokkra stund eða þar til hann byrjaði allt í einu að skellihlæja og hrista hausinn eins og hann hefði ekki heyrt betri brandara í áraraðir. Hlátursgusa þessi stóð í um fimm mínútur eða þangað til hann labbaði út, eldrauður í framan eftir áreynsluna og þar með var þeim fundinum lokið.
Þegar svo fór að líða á sumarið komst ég loks í leikmannahóp meistaraflokks og var í fyrsta skipti á varamannabekknum í heimaleik á móti ÍBV. Þegar einungis 6 mínútur eru liðnar af leiknum meiðist hinn yfirvegaði miðvallarleikmaður Georg Birgisson illa og gefur strax merki í átt að bekknum um að hann þurfi nauðsynlega að koma af leikvelli. Freyr Sverris, sem þá var liðsstjóri og ekki nærri því orðinn fertugur tók manna fyrstur eftir þessu og kallaði strax til Kjartans: “Goggi er búinn”. Kjartan svaraði honum strax í þjáningar- og vonleysistón: “NNNEEEEEEIIIIIIII” og leit svo með örvæntingarsvip til hliðar, yfir varamannabekkinn í um 5 sek. áður en hann hann setti báðar hendur á hnakka, hristi höfuðið rólega og kom svo með þessa líka yfirgengilegu traustsyfirlýsinguna: “O,boy, O,boy,O,boy... Eysteinn, farðu að hita upp". Skipti þá engum togum, ég spratt upp eins og stálfjöður og náði að taka þarna einhverjar þrjár hnélyftur áður en mér var hent inn á völlinn. Þess má geta að Freyr sá alfarið um skiptinguna og sá ég Kjartani bregða fyrir þegar ég var að fara úr gallanum, með höfuðið falið í höndum sér, og var ekki annað að merkja á látbragði hans en að hann væri endanlega búinn að gefa upp alla von um stig í sarpinn, þetta kvöldið. Hvort sem mönnum finnast þetta nú vera réttar eða rangar aðferðir í uppbyggingu ungra leikmanna hjá karlinum, stendur sú staðreynd eftir að ég var hreinlega eins og pinball kúla úti um allan völl þetta kvöldið og átti ágætis leik í 4-0 sigri.
Kjartan segist nú vera hættur að þjálfa. Við sem höfum orðið svo lánsamir að upplifa einstaka leiðsögn hans á knattspyrnuvellinum í gegn um tíðina erum flestir sammála um að þó hann sé og verði sjálfsagt alltaf umdeildur, í ljósi óhefðbundinna aðferða sinna, verði umræðan um hann af sömu sökum alltaf lífleg og áhugaverð.
Eysteinn Hauksson