Toyota sigraði í Go-kart keppni „bílakallanna“
Tíu fyrirtæki úr bílageiranum á Suðurnesjum tóku þátt í Go-kart móti sem haldið var sl. helgi. Mótið var styrkt af Orka og sáu þeir um að gefa verðlaunin. 50 einstaklingar kepptu á mótinu, fimm frá hverju fyrirtæki, en í heildina voru um 200 manns mættir á svæðið með áhorfendum og starfsmönnum. Það var Toyota salurinn sem sigraði í liðakeppninni og Ævar Ingólfsson hjá Toyota varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni, svo kallaður „meistari meistaranna“.
Eftir mótið voru svo elduð 14 lambalæri og snæddur kvöldverður við Go-kart brautina. Mótið þótti takast vel að sögn Tóbíasar Brynleifssonar mótstjóra og skemmtu menn sér konunglega, svo vel að nú hefur verið ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði.
Úrslit urðu eftirfarandi
Liðakeppni:
1. sæti Toyota salurinn
2. sæti Bílbót Njarðvík
3. sæti Honda Bílavík
Meistari meistaranna:
Ævar Ingólfsson, Toyota
Hægasta yfirferð:
Ragnar Ólafsson, Bílasprautun Suðurnesja
Eftir mótið voru svo elduð 14 lambalæri og snæddur kvöldverður við Go-kart brautina. Mótið þótti takast vel að sögn Tóbíasar Brynleifssonar mótstjóra og skemmtu menn sér konunglega, svo vel að nú hefur verið ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði.
Úrslit urðu eftirfarandi
Liðakeppni:
1. sæti Toyota salurinn
2. sæti Bílbót Njarðvík
3. sæti Honda Bílavík
Meistari meistaranna:
Ævar Ingólfsson, Toyota
Hægasta yfirferð:
Ragnar Ólafsson, Bílasprautun Suðurnesja