Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tóti óheppinn með meiðsli
Mánudagur 25. apríl 2005 kl. 14:08

Tóti óheppinn með meiðsli

Þórarinn Kristjánsson hefur verið óheppinn með meiðsli frá því að hann kom til Aberdeen í Skotlandi og meiddist á æfingu fyrir síðustu helgi þegar hann fékk olnboga frá samherja á bringuna og bringubeinið gekk inn. Þórarinn var meiddur á ökkla í meira en sex vikur og var búinn að ná sér úr þeim meiðslum og skoraði m.a. sigurmark í varaliðsleik liðsins og var stuttu seinna í leikmannahópi Aberdeen. Þórarinn var ekki í leikmannahóp Aberdeen um helgina vegna meiðslanna en er vongóður um að vera tilbúinn fyrir átökin fyrir næstu helgi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024