Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:40

TORFÆRUTRÖLL Í ORÐSINS FYLLSTU

Keflvíska torfærutröllið, Gunnar Gunnarsson, gerði sér lítið fyrir og sigraði torfærukeppnina í Jósepsdal um síðustu helgi. Gunnar, sem keppir í götubílaflokki, sigraði í báðum flokkum og hafði tilþrifabikarinn með sér heim líka. Þessi árangur tryggði Gunnari þátttökurétt í síðustu umferð heimsbikarsins sem fram fer í London 2. október næstkomandi Fagnað á Faxabrautinni Það var því fagnað vel í skúrnum heima á Faxabrautinni þar sem Gunnar og flokkur hans dvelur flest kvöld við að púsla saman “Trúðnum” fyrir sem eftir hverja keppni. „Þetta er annað árið sem ég tek þátt í Íslands- og Heimsbikarmótinu í torfæru og í fyrsta sinn sem ég vinn heildarkeppni götubíla sem sérútbúinna svo auðvitað var því vel fagnað, en ég hef einu sinni áður unnið keppni í götubílaflokknum. Það var einnig mjög sætt að tryggja sér ferðina til London í október. Ég held margir geri sér ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem ég og mínir félagar leggjum í bifreiðina á milli keppna. Án þeirra Ragnars Magnússonar, Alberts Sigurðssonar, Sveins G. Jónssonar, Guðfinns Kjartanssonar, Ólafs Hermannssonar, Sigurðar Guðmundssonar, Gunnars Grétarssonar og stóra bróður, Harðar Gunnarssonar, væri ég ekki í þessari keppni og þeir væru ekki til staðar án stuðnings eiginkvennanna. Næst á dagskrá er síðasta rimman í Íslandsmótinu, á Hellu 11. september, en að því loknu verður hafist handa við undirbúning Londonferðarinnar, bæði gagnvart bifreiðinni sjálfri og kostendum.“ Staðan í Íslandsmótinu fyrir síðustu umferðina / götubílaflokkur 1. Gunnar Pálmi Pétursson 2. Ásgeir Jamil Allansson 3. Gunnar Gunnarsson 4. Rafn Arnar Guðjónsson 5. Daníel Ingimundarson Staðan í Heimsbikarmótinu fyrir úrslitarimmuna í London /heildarkeppnin 1. Gunnar Egilsson 30 stig 2. Gísli Gunnar Jónsson 26 stig 3. Haraldur Pétursson 22 stig 4. Gunnar Gunnarsson 20 stig 5. Gunnar Pálmi Pétursson 20 stig
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024