TORFÆRUTRÖLL Í ORÐSINS FYLLSTU
Keflvískatorfærutröllið, Gunnar Gunnarsson, gerði sér lítið fyrir og sigraði torfærukeppnina í Jósepsdal um síðustu helgi. Gunnar, sem keppir í götubílaflokki, sigraði í báðum flokkum og hafði tilþrifabikarinn með sér heim líka. Þessi árangur tryggði Gunnari þátttökurétt í síðustu umferð heimsbikarsins sem fram fer í London 2. október næstkomandiFagnað á FaxabrautinniÞað var því fagnað vel í skúrnum heima á Faxabrautinni þar sem Gunnar og flokkur hans dvelur flest kvöld við að púsla saman “Trúðnum” fyrir sem eftir hverja keppni.„Þetta er annað árið sem ég tek þátt í Íslands- og Heimsbikarmótinu í torfæru og í fyrsta sinn sem ég vinn heildarkeppni götubíla sem sérútbúinna svo auðvitað var því vel fagnað, en ég hef einu sinni áður unnið keppni í götubílaflokknum. Það var einnig mjög sætt að tryggja sér ferðina til London í október. Ég held margir geri sér ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem ég og mínir félagar leggjum í bifreiðina á milli keppna. Án þeirra Ragnars Magnússonar, Alberts Sigurðssonar, Sveins G. Jónssonar, Guðfinns Kjartanssonar, Ólafs Hermannssonar, Sigurðar Guðmundssonar, Gunnars Grétarssonar og stóra bróður, Harðar Gunnarssonar, væri ég ekki í þessari keppni og þeir væru ekki til staðar án stuðnings eiginkvennanna. Næst á dagskrá er síðasta rimman í Íslandsmótinu, á Hellu 11. september, en að því loknu verður hafist handa við undirbúning Londonferðarinnar, bæði gagnvart bifreiðinni sjálfri og kostendum.“Staðan í Íslandsmótinu fyrir síðustu umferðina / götubílaflokkur1. Gunnar Pálmi Pétursson2. Ásgeir Jamil Allansson3. Gunnar Gunnarsson4. Rafn Arnar Guðjónsson5. Daníel IngimundarsonStaðan í Heimsbikarmótinu fyrir úrslitarimmuna í London /heildarkeppnin 1. Gunnar Egilsson 30 stig2. Gísli Gunnar Jónsson 26 stig3. Haraldur Pétursson 22 stig4. Gunnar Gunnarsson 20 stig5. Gunnar Pálmi Pétursson 20 stig