Töpuðu með 74 stigum gegn bikarmeisturunum
Sandgerðingar riðu ekki feitum hesti gegn ríkjandi bikarmeisturum Tindastóls þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Geysisbikars karla í körfubolta um helgina. Niðurstaðan hvorki meira né minna en 74 stiga tap, 26-100 lokatölur í leiknum sem var algjör einstefna frá úrvalsdeildarliðinu gegn Reynismönnum sem leika í 2. deild.
Staðan var 15-48 í hálfleik og í þriðja leikhluta kafsigldu Stólarnir Reynismenn algjörlega, skoruðu 30 stig gegn aðeins tveimur.
Reynir S.-Tindastóll 26-100 (5-23, 10-25, 2-32, 9-20)
Reynir S.: Eðvald Freyr Ómarsson 8/5 fráköst, Garðar Gíslason 5/8 fráköst, Jón Böðvarsson 4/6 fráköst, Viðar Hammer Kjartansson 3, Kjartan Helgi Steinþórsson 3, Kumasi Máni Hodge-Carr 2, Kristján Þór Smárason 1, Gestur Guðjónsson 0, Sindri Meyvantsson 0, Ingvar Helgi Kristinsson 0, Kristján Már Einisson 0, Bjarni Freyr Rúnarsson 0.
Tindastóll: Hannes Ingi Másson 14, Urald King 12/7 fráköst/3 varin skot, Helgi Rafn Viggósson 12/12 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 11/5 fráköst/7 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 9, Ragnar Ágústsson 9/4 fráköst, Danero Thomas 9, Finnbogi Bjarnason 9, Dino Butorac 5, Friðrik Þór Stefánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 3, Pétur Rúnar Birgisson 2.
Dómarar: Aron Runarsson, Birgir Örn Hjörvarsson
Áhorfendur: 20