Töpuðu í úrslitum
Keflavíkurstúlkur máttu sætta sig við tap í úrslitaleik Powerade-Bikarsins í dag, en Haukastúlkur reyndust of stór biti fyrir stúlkurnar að þessu sinni.
Lokatölur voru 77-63, en Keflvíkingar réðu ekkert við Keshu Tardy í Haukaliðinu. Hún skoraði 28 stig og tók 24 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir atkvæðamikil að vanda og gerði 20 stig og tók 14 fráköst.
Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 20 stig, og Bryndís Guðmundsdóttir gerði 10. Athygli vekur að Reshea Bristol, sterkasti leikmaður Keflavíkur gerði einungis 8 stg í leiknum, en hún tók hins vegar 11 fráköst og var öflug í vörninni þar sem hún stal 8 boltum.
VF-mynd/Hallgrímur Indriðason
Lokatölur voru 77-63, en Keflvíkingar réðu ekkert við Keshu Tardy í Haukaliðinu. Hún skoraði 28 stig og tók 24 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir atkvæðamikil að vanda og gerði 20 stig og tók 14 fráköst.
Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 20 stig, og Bryndís Guðmundsdóttir gerði 10. Athygli vekur að Reshea Bristol, sterkasti leikmaður Keflavíkur gerði einungis 8 stg í leiknum, en hún tók hins vegar 11 fráköst og var öflug í vörninni þar sem hún stal 8 boltum.
VF-mynd/Hallgrímur Indriðason