Töpuðu gegn botnliðinu
Keflvíkingar töpuðu naumlega gegn Hamarskonum, neðsta liðinu í Domino's deild kvenna, á útivelli í gær. Lokatölur voru 70-69 í leik sem var jafn og spennandi allt frá upphafi. Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir leikinn en hafa leikið fleiri leiki en liðin fyrir neðan. Langt er í þó í efstu tvö liðin Hauka og Snæfell, sem hafa átta stiga forskot á Keflvíkinga
Hjá Keflvíkingum var Melissa Zorning lang atkvæðamest með 29 stig, en aðrir leikmenn skoruðu mun minna.
Hamar-Keflavík 70-69 (23-19, 11-13, 18-17, 18-20)
Keflavík: Melissa Zorning 29/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 8/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Elfa Falsdottir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1/5 fráköst/5 stoðsendingar, Tinna Björg Gunnarsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0.