Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Töpuðu fyrir Íslandsmeisturunum í bikarúrslitum
Föstudagur 9. september 2005 kl. 09:19

Töpuðu fyrir Íslandsmeisturunum í bikarúrslitum

Keflavíkurstúlkur í 3. flokki töpuðu í gær fyrir Breiðabliki í bikarúrslitum í knattspyrnu. Lyktir leiksins voru 4-0 fyrir Blika sem tryggðu sér sigur á Íslandsmótinu fyrir stuttu með því að leggja GRV að velli.

Keflvíkingar hafa því lokið keppni þessa leiktíðina og má segja að gengið hafi verið mjög gott. Þær lentu í öðru sæti í A-riðli Íslandsmótsins og komust þar í undanúrslit auk þess að komast alla leið í bikarúrslit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024