Toppslagur í Vogum á morgun
Karlalið Þróttara í knattspyrnu á stórleik annað kvöld en liðið mun mæta KF á Vogabæjarvelli klukkan 18:45. Með sigri geta Þróttarar náð 2. sætinu í þriðju deild, þegar fjórar umferðir verða eftir á mótinu.
Slegið verður til veislu fyrir leik, en klukkan 18 munu bæjarbúar grilla saman við Vogabæjarvöll. Fjölskyldudagar standa nú yfir í Vogum og biðla Þróttarar til allra bæjarbúa að fjölmenna á leikinn og styðja strákana í þessum mikilvæga toppslag.