Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Toppslagur á Vogabæjarvelli annað kvöld
Úr leik Þróttar.
Þriðjudagur 30. júní 2015 kl. 11:14

Toppslagur á Vogabæjarvelli annað kvöld

Þróttarar fá KFG í heimsókn.

Þróttarar úr Vogum fá lið KFG í heimsókn annað kvöld klukkan 20. Bæði þessi lið hafa verið nálægt því að komast upp um deild síðustu árin. Þjálfarar KFG eru Heimir Porca og Lárus Guðmundsson.
 
Þróttarar slógu lið KFG út í úrslitakeppni 4. deildar á síðustu leiktíð. Þeir hafa byrjað mótið gríðarlega vel og eru taplausir í fyrstu fjórum umferðunum. Eru núna í 1. sæti riðilsins með tveggja stiga forystu á lið KFG. 
 
Í tilkynningu frá Vogamönnum hvetja þeir alla Þróttara og aðra Suðurnesjamenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja liðið til dáða. 
 
 
Þessar vel skreyttu dömur láta sig væntanlega ekki vanta. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024