Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 2. júní 2004 kl. 17:31

Toppslagur á Fylkisvelli

Keflavík og Fylkir eigast við í kvöld í uppgjöri toppliðanna í Landsbankadeildinni.
Leikurinn fer fram í Árbænum og hefst kl. 20.00.

Mikil spenna er fyrir leikinn og er næsta víst að Keflvíkingar eiga eftir að fjölmenna í höfuðborgina og styðja sína menn.

Þar munu þeir bræður Stefán og Valur Fannar Gíslasynir eigast við í mikilli baráttu um toppsætið, en liðin eru sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir ÍA.

Ólafur Gottskálksson gæti verið tilbúinn í slaginn, en hann hefur verið frá vegna sýkingar að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024