Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Toppslagir á Suðurnesjum
Miðvikudagur 30. janúar 2008 kl. 11:50

Toppslagir á Suðurnesjum

Tveir stórleikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Í Keflavík taka heimastúlkur á móti KR og fer sigurvegari þeirrar viðureignar á topp Iceland Express-deildarinnar.

 

Grindvíkingar geta einnig skotið sér á toppinn með sigri á Haukum en Haukastúlkur geta blandað sér í toppbaráttunna með sigri – leikur þeirra fer fram í Grindavík.

Leikirnir hefjast kl. 19:15 í Grindavík og Keflavík.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Petrúnella Skúladóttir og Grindavíkurkonur taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Röstinni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024