Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Toppsætið að veði
Valur Orri í leiknum gegn KR fyrr í vetur.
Sunnudagur 23. febrúar 2014 kl. 12:37

Toppsætið að veði

Keflvíkingar heimsækja KR-inga

Á morgun fer fram slagurinn um toppsætið í Domino's deild karla í körfubolta. Þá heimsækja Keflvíkingar KR-inga í DHL-höllina en liðin eru efst og jöfn að stigum í deildinni. KR hafði betur í fyrri viðureign liðanna í Keflavík og eiga strákarnir úr Bítlabænum því harma að hefna. Bæði lið hafa aðeins tapað einum leik í deildinni og óðum styttist í úrslitakeppnina. Það verður því allt lagt í sölurnar í Vesturbænum annað kvöld.

Heimasíða Keflavíkur hefur tekið púlsinn á leikmönnum að undanförnu og m.a. rætt við bakverðina ungu Val Orra Valsson og Gunnar Ólafsson. Báðir eru þeir spenntir fyrir leiknum og telur Valur Orri að það lið sem vilji sigurinn meira muni standa uppi sem sigurvegari. „Þeir eru allir mjög góðir en þeir Martin og Pavel hafa verið að leiða þetta hjá þeim, þó svo að þeir séu frekar líkir okkur upp á það að gera að það eru tveir menn i hverri stöðu sem eru góðir og geta spilað. Þó þeir eigi ekki sinn besta leik þá stíga alltaf aðrir upp,“ segir Valur en forvitnilegt verður að sjá hvernig Keflvíkingum tekst að stoppa þessa öflugu bakverði KR. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á morgun, mánudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtölin við Keflvíkinga má sjá hér að neðan:

Valur Orri Valsson

Gunnar Ólafsson