Toppliðin leika heima í kvöld
Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta og eiga toppliðin, Keflavík og Njarðvík, bæði heimaleik. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Sverrir Þór Sverrisson tekur á móti Hamarsstúlkum í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar hafa verið á ágætis skriði undanfarið og eru komnar í annað sæti deildarinnar. Keflavíkurstúlkur hafa heldur betur verið heitar upp á síðkastið og hafa ekki tapað í deildinni síðan í fyrstu umferð gegn Fjölni og eru einar á toppnum.