Toppliðið kjöldregið í Sandgerði
Topplið Þróttar Vogum var kjöldregið á Bluevellinum í Sandgerði í gærkvöldi þegar Þróttur mætti Reynismönnum í 17. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu.
Leikurinn hófst vel hjá gestunum sem skoruðu mark strax á fjórðu mínútu. Þar var að verki Rubén Lozano Ibancos. Reynismenn voru ekki lengi að rétta sinn hlut og jöfnuðu leikinn með marki Ivan Prskalo á 7. mínútu.
Heimamenn komust í 2-1 með marki Kristófers Páls Viðarssonar á 42. mín og þannig var staðan í hálfleik.
Seinni hálfleikur var fjörugur og talsverður hiti í leikmönnum sem sýnir sig m.a. í sjö gulum spjöldum í leiknum.
Reynismenn höfði ekki sagt sitt síðasta því á síðustu mínútum leiksins bættu þeir við tveimur mörkum. Sæþór Ívan Viðarsson kom þeim í 3-1 á 82. mín og Magnús Magnússon skoraði svo fjórað mark Reynis í uppbótartíma.
Þróttur Vogum er í efsta sæti deildarinnar með 35 stig og hefur aðeins tapað tveimur leikjum en þeir voru báðir á móti Reynismönnum. Reynir er í áttunda sæti 2. deildar með 23 stig.
Njarðvíkingar steinlágu í Breiðholtinu
Njarðvíkingar steinlágu í Breiðholtinu þar sem þeir sóttu ÍR heim í 2. deildinni. Úrslitin voru 4-1 fyrir heimamenn en Magnús Þórðarson skoraði mark Njarðvíkinga. Þeir voru manni undir mest allan leikinn en Robert Blakala fékk rautt á 26. mínútu og Lórenz Óli Ólason fékk að líta rautt á 90. mínútu.