Toppliðið heimsækir botnliðið
Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í dag og leika þar gegn botnliði KR í 1. deild kvennakörfunnar. Keflavík hefur enn ekki tapað leik í deildinni í vetur og eru því mun sigurstranglegri í leiknum í dag. Leikurinn hefst kl. 16:00 í DHL höllinni.