Toppleikur Keflavíkur og Fram í kvöld
Keflavík tekur á móti Fram í Pepsi-deild karla í kvöld en liðin eru í efstu sætum deildarinnar með fjórtán stig eins og Valur og ÍBV. Spennan er því mikil og má búast við hörkuleik í kvöld. Hann fer fram á Njarðtaksvellinum og hefst kl. 19:15.
Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur verður í leikbanni í kvöld en hann var kominn með fjögur gul spjöld í sumar og verður því að taka út eins leiks bann. Haraldur Freyr er búinn að spila mjög vel fyrir Keflavíkurliðið í sumar. Það kemur því í ljós hvort hans verðar sárt saknað á leikvellinum eða hvort maður komi í manns stað.
Þess má geta að hinn snjalli leikmaður Fram, Jón Guðni Fjóluson, verður einnig í leikbanni í kvöld.
---
Mynd - Keflvíkingar fá vonandi ástæðu til að fagna í kvöld