Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 11:33
Toppleikur í körfunni í kvöld
Í kvöld eru fjórir leikir í 8. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik. Nýkjörnir Kjörísbikarmeistarar úr Keflavík taka á móti KR í toppleik umferðarinnar, Njarðvíkingar fá Skallagrím í heimsókn og í Smáranum mætast Grindavík og Breiðablik. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.