Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Toppleikur hjá toppliði Njarðvíkur
Sunnudagur 1. nóvember 2009 kl. 22:01

Toppleikur hjá toppliði Njarðvíkur

Njarðvíkingar verma efsta sæti Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik ásamt Stjörnunni þegar fimm umferðir eru búnar. Í kvöld mættust Njarðvík og Íslandsmeistarar KR í hörkuleik í Ljónagryfjunni, sem lauk með sigri Njarðvíkinga 76-68.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur Jónsson var stigahæsti maður leiksins með 21 stig og 7 fráköst í liði Njarðvíkur. Hjá KR var Semaj Inge með 20 stig og 8 stoðsendingar.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sína menn í leikslok, þrátt fyrir hremmingar á vellinum. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi og hálfleikstölurnar 41-41. KR-ingar náðu hins vegar tíu stiga forskoti fljótlega í þriðja leikhluta og Njarðvíkingar skoruðu ekki stig í um fimm mínútur og voru raunar fram undir miðjan fjórða leikhluta á ná vopnunum til baka. Af mikilli elju náðu Njarðvíkingar að koma sér í góða stöðu á sama tíma og KR-ingar voru orðnir taugatrekktir og pirraðir.

76-68 sigur Njarðvíkur var sanngjarn og var heimamönnum klappað lof í lófa í leikslok, enda liðið veriða að gera góða hluti undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar á þessu hausti. Þá lofar leikurinn góðu fyrir næstu viðureign Njarðvíkur og KR sem verður á föstudaginn í Njarðvík í Bikarnum.

Myndband úr leiknum ásamt viðtali kemur á vf.is í fyrramálið.




Guðmundur Jónsson var sjóðheitur í kvöld og setti niður 21 stig fyrir heimamenn í Njarðvík.




Leikurinn í kvöld var átakaleikur frá fyrstu mínútu og áferðin á leiknum var eins og í úrslitakeppninni en ekki 1. nóvember 2009.




Magnús Gunnarsson kominn upp í skot í leiknum í kvöld.




„Ekki benda á mig“.




Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson