Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Topp árangur hjá Nes á frjálsíþróttamóti ÍF í Laugardal
Þriðjudagur 15. febrúar 2005 kl. 12:28

Topp árangur hjá Nes á frjálsíþróttamóti ÍF í Laugardal

Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll og Baldurshaga sunnudaginn 13. febrúar 2005. Keppendur voru alls 70 frá 9 aðildarfélögum ÍF. Keppt var í flokki hreyfihamlaðra og þroskaheftra en þroskaheftir keppa í 3 flokkum, þar sem miðað er við árangur og raðast sterkustu keppendur í flokk 1. Nes átti þar 18 keppendur á aldrinum 12 – 50 ára. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands Fatlaðra setti mótið sem hófst kl. 09.30 í Laugardalshöll og var keppt þar í hástökki, langstökki án atrennu og kúluvarpi. Keppni hófst í Baldurshaga. kl. 13.00 þar sem kept var í 60 m hlaupi og langstökki með atrennu. Nemendur Kennaraháskóla Íslands, Íþróttaskorar á Laugarvatni, voru starfsmenn mótsins en þetta verkefni þeirra er liður í námi þeirra þar sem m.a. er tekið fyrir íþróttastarf fatlaðra og þjálfun og kennsla fatlaðra nemenda.   Nemarnir munu einnig aðstoða ÍF vegna Íslandsmóta ÍF í mars og þetta samstarf hefur verið mjög þýðingarmikið fyrir Íþróttasamband Fatlaðra og sett skemmtilegan svip á Íslandsmótin.


Keppendur frá Nes voru: Arnar Már Ingibjörnsson sem náði í 1. flokki 1. sæti, gull (íslandsmeistari) í 60m hlaupi, hástökki, og langstökki með atrennu og 3. sæti, brons í kúluvarpi, Guðmundur Ingi Einarsson sem náði í 1. flokki 1. sæti, gull (íslandsmeistari) í kúluvarpi og í 2. flokki 1. sæti, gull (íslandsmeistari) í langstökki með atrennu, 2. sæti, silfur í hástökki og  3. sæti, brons í langstökki án atrennu, Gestur þorsteinsson sem náði í 2. flokki 1. sæti, gull (íslandsmeistari) í kúluvarpi, 2. sæti, silfur í langstökki án atrennu, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir náði í 1. flokki 2. sæti, silfur í kúluvarpi og hástökki, í 2 flokki 1. sæti, gulli (íslandsmeistari) í langstökki með atrennu og 3. sæti, brons í langstökki án atrennu, Jósef Pétursson sem náði í 1. flokki 2. sæti, silfur í hástökki, Ragnar Ólafsson náði í 1. flokki 3. sæti brons í hástökki og í 2. flokki 3. sæti, brons í kúluvarpi, Bryndís Brynjólfsdóttir sem náði í 3. flokki 1. sæti, gull (íslandsmeistari) í langstökki án atrennu og 2. sæti, silfur í langstökki með atrennu, Sigrún Benediktsdóttir sem náði í 3. flokki 3. sæti, brons í kúluvarpi og langstökki með atrennu, Jakob Gunnar Lárusson sem náði í 2. flokki 3. sæti, brons í langstökki án atrennu, í 3. flokki 1. sæti gull (íslandsmeistari) í 60m hlaupi, Valur Freyr Ástuson náði í 3. flokki 1. sæti, gull (íslandsmeistari) í langstökki án atrennu og 2. sæti, silfur í hástökki, Óskar Ívarsson náði í 3. flokki 2. sæti í langstökki án atrennu, Dagur Már Jónsson náði í 2. flokki 2. sæti, silfur í kúluvarpi, Jón reynisson náði í 3. flokki 3. sæti í hástökki og Egill Ragnarsson náði í 3. flokki 3. sæti í langstökki. Auk þeirra kepptu fyrir Nes þau, Sigurður Benediktsson, Vilhjálmur Jónsson, Guðmundur Margeirsson, Konráð Ragnarsson og Ásmundur Þórhallsson. Samtals náðu þau í 29 verðlaunasæti þar af 10 íslandsmeistaratitla sem teljast má mjög góður árangur. Þess má geta að nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru með Nes hópnum til aðstoðar en það er hluti af námi þeirra í FS. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www.gi.is/nessport undir mót.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024