Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

ToPo lá heima
Fimmtudagur 1. febrúar 2007 kl. 09:21

ToPo lá heima

Logi Gunnarsson mætti toppliði Joensuun Kataja í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær og varð að láta í minni pokann gegn sterkum gestunum. Lokatölur leiksins voru 93-102 Joensuun í vil en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann.

 

Logi lék í 36 mínútur í gær og var stigahæstur í liði ToPo með 24 stig, 5 fráköst og 5 stolna bolta. ToPo er því sem fyrr í 5. sæti deildarinnar með 32 stig og leikur næst gegn Espoon Honka sem er í 2. sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024