Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Töp í kvennaboltanum
Þriðjudagur 11. mars 2014 kl. 07:18

Töp í kvennaboltanum

Bæði Grindvíkingar og Njarðvíkingar máttu þola ósigur í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Bæði lið munu ekki leika í úrslitakeppninni í ár og ljóst er að Njarðvíkingar eru fallnir í 1. deild. Njarðvíkingar fengu Valskonur í heimsókn í gær og töpuðu naumlega 72-76 eftir sterkan endasprett Valsara.

Grindvíkingar töpuðu svo gegn KR-ingum í Vesturbænum með 20 stigum, 88-68. Leik Keflvíkinga og Snæfells, sem fara átti fram í gær á Stykkishólmi var svo frestað vegna veðurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin:

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 20/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/8 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Skuladóttir 8, Mary Jean Lerry F. Sicat 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4/5 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 3/6 fráköst

Njarðvík: Ína María Einarsdóttir 21, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16, Nikitta Gartrell 16/12 fráköst/8 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 2/8 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 1