Töp hjá Suðurnesjaliðunum í Lengjubikarnum
Keppni í Lengjubikarnum í körfubolta er hafin en í gær fóru fram þrír leikir í karlaboltanum. Bæði Grindvíkingar og Keflvíkingar töpuðu á heimavelli sínum. Keflvíkingar töpuðu stórt gegn Stjörnunni, 70-85 þar sem Guðmundur Jónssson skoraði 16 stig fyrir Keflvíkinga. Gunnar Einarsson lék með í leiknum og skoraði fjögur stig. Damon Johnson var svo mættur í stúkuna en hann var nýlega lentur.
Í Grindavík höfðu Haukar 85-86 sigur. Þar var Magnús Gunnarsson að finna sig hjá gulum en hann skoraði 22 stig í leiknum.