Töp hjá kvennaliðunum í kvöld - Keflavík svo gott sem fallið
Keflavík og GRV máttu bæði sætta sig við ósigur í leikjum sínum í úrfvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Keflavík er enn án stiga eftir 0-2 tap gegn ÍR í botnslag deildarinnar, en GRV töpuðu 4-0 gegn Stjörnunni.
Keflavík er svo gott sem fallið úr úrvalsdeild eftir þetta tap, en GRV er enn fyrir ofan fallsæti. Þær eru með 12 stig, fjórum stigum fyrir ofan ÍR sem er líklegt til að fylgja Keflavík niður um deild.
Staðan í deildinni
VF-mynd úr safni