Töp hjá kvennaliðunum í 1. deildinni
Grindvíkingar töpuðu á heimavelli 1-3 gegn HK/Víkingi í 1. deild kvenna í fótbolta fyrr í vikunni. Það var Margrét Albertsdóttir sem kom Grindvíkingum yfir strax á 2. mínútu leiksins en eftir það tóku gestirnir völdin. Þrjú mörk frá HK/Víkingi komu í seinni hálfleik og tryggðu sigur.
Keflavíkurkonur töpuðu sömuleiðis en þær mættu Tindastól fyrir norðan í 1. deildinni. Lokatölur urðu 2-1 en það var Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir sem skoraði mark Keflvíkinga.