Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Töp gegn toppliðunum
Sunnudagur 31. janúar 2016 kl. 22:25

Töp gegn toppliðunum

Grindavík og Keflavík jöfn að stigum

Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík þurftu að sætta sig við töp gegn efstu liðum Domino's deildar kvenna þegar 16. umferð fór fram í gær. 

Keflvíkingar fengu Snæfellinga í heimsókn þar sem gestirnir voru mun sterkari aðilinn allt frá upphafi og náðu mest 20 stiga forystu. Keflvíkingar náðu þó að klóra í bakkann undir lokin og laga stöðuna. Niðurstaðan 52:61 sigur hjá toppliðinu úr Hólminum. Melissa Zorning var með 12 stig en Elfa Falsdóttir stal senunni með 11 stigum af bekknum á 15 mínútum, þar sem hún setti niður þrjá þrista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins

í Mustad-höllinni mættu Haukar í heimsókn og unnu tíu stig sigur á Grindvíkingum. Lokastaðan 78:88 þar sem Hafnfirðingar voru með undirtökin bróðurpart leiksins. Hjá Grindvíkingum var Frazier stigahæst með 20 stig og 11 fráköst. Sigrún Sjöfn var svo með tvennu, 11 stig og 13 fráköst.

Tölfræði leiksins

Suðurnesjaliðin eru bæði með 16 stig. Keflvíkingar eru í fjórða sæti og Grindvíkingar í því fimmta.