Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Töp á línuna hjá Suðurnesjaliðunum
Miðvikudagur 5. febrúar 2014 kl. 21:48

Töp á línuna hjá Suðurnesjaliðunum

Grindavík fjarlægist úrslitakeppni

Suðurnesjaliðin í Domino's deild kvenna töpuðu öll leikjum sínum í kvöld. Keflvíkingar töpuðu gegn toppliði Snæfells á heimavelli sínum, 79-88. Þar sem Sara Rún Hinriks og nýi leikmaðurinn Diamber Johnson voru atkvæðamestar.

Grindvíkingar fengu KR í heimsókn í Röstina og máttu sætta sig við 78-84 tap. María Ben Erlingsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir voru fremstar í flokki Grindvíkinga hvað varðar stigaskor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Botnlið Njarðvíkinga tapaði gegn Valskonum á útivelli með ssjö stiga mun 71-64. Nikitta Gartrell, 23 stig,14 fráköst og Ína María Einarsdóttir höfðu sig mest í frammi í kvöld.

Hér að neðan má sjá tölfræði úr leikjunum.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

Keflavík-Snæfell 79-88 (21-25, 23-19, 13-24, 22-20)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 21/5 fráköst/3 varin skot, Diamber Johnson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 14/10 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 5/9 fráköst/4 varin skot, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.


Grindavík-KR 78-84 (15-23, 23-22, 15-11, 15-12, 10-16)
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 22/11 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 14/9 fráköst, Crystal Smith 12/4 fráköst/7 stolnir, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/10 stoðsendingar, Marín Rós Karlsdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0.

Valur-Njarðvík 71-64 (18-16, 12-13, 13-16, 28-19)
Njarðvík: Nikitta Gartrell 23/14 fráköst, Ína María Einarsdóttir 16, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12, Erna Hákonardóttir 5, Salbjörg Sævarsdóttir 3/10 fráköst/3 varin skot, Andrea Björt Ólafsdóttir 3/8 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.