Tommy Nielsen tekur við Víðismönnum
Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hefur ráðið Tommy Nielsen sem þjálfara félagsins. Tommy var áður þjálfari Grindavíkur.
Tommy Nielsen gekk í raðir FH árið 2003 þegar hann kom til landsins og spilaði með þeim til ársins 2011.
Rafn Markús Vilbergsson og Árni Þór Ármannsson þjálfuðu liðið tvö undanfarin ár en liðið hafnaði í 6. sæti eftir mót sumarsins.