Tólf leikmenn frá Suðurnesjum í U-15 ára landsliðinu
Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfu hafa nú valið sína lokahópa fyrir sumarið 2018.
Alls eru tólf leikmenn af 36 í liðunum frá Suðurnesjum, 11 stelpur og einn strákur. Hvort lið skipar átján leikmenn en bæði lið taka þátt í Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní.
Það eru þeir Ingvar Guðjónsson sem þjálfar stelpurnar og Hjalti Þór Vilhjálmsson sem þjálfar strákana. Atli Geir Júlíusson verður Ingvari til aðstoðar og Skúli Ingibergur Þórarinsson aðstoðar Hjalta Þór.
Eftirtaldir leikmenn frá Suðurnesjum eru í liðunum:
Anna Lilja Ásgeirsdóttir, Njarðvík.
Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Grindavík.
Eygló Nanna Antonsdóttir, Keflavík.
Helena Rafnsdóttir, Njarðvík.
Hulda Björk Ólafsdóttir, Grindavík.
Joules Sölva Jordan, Njarðvík.
Júlía Ruth Thasaphong, Grindavík.
Lára Ösp Ásgeirsdóttir, Njarðvík.
Sigurveig Sara Guðmundsdóttir, Njarðvík.
Viktoría Rose Horne, Grindavík.
Vilborg Jónsdóttir, Njarðvík.
Bragi Guðmundsson, Grindavík.