Tólf aldursmet á Aðventumóti ÍRB
Sunddeild ÍRB stóð fyrir Aðventumóti um helgina í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og er óhætt að segja að árangur keppenda í mótinu hafi verið frábær. Alls voru tólf aldursmet slegin í mótinu og meðal annars met sem hafði staðið í 15 ár. Íris Ósk Hilmarsdóttir sló 15 ára gamalt telpnamet í 50m baksundi í 50m laug á tímanum 31,26 sekúndum.
Sjö met voru sett á fyrri keppnisdegi og fimm met bættust svo við á seinni keppnisdegi. Boðsundssveitir ÍRB voru mjög duglegar að slá íslensk aldursflokkamet eins og sjá má hér að neðan. Piltasveitin sló 13 ára gamalt aldursflokkamet Í 4x100m fjórsundi og 4x200m boðsundi.
	Meyjasveit 12 ára og yngri:
	4x50m fjórsund á tímanum 2:20,52 í 25m laug
	Eydís Ósk, Karen Mist,Gunnhildur Björg og Matthea
	4x100m fjórsund á tímanum 5:03,49 í 25m laug
	Eydís Ósk, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Matthea
	4x100m skriðsund á tímanum 4:46,77 í 50m laug
	Eydís Ósk, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Matthea
	4x200m skriðsund á tímanum 10:19,25 í 50m laug
	Eydís Ósk, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Anika Mjöll
	4x100m fjórsund á tímanum 5:21,80 í 50m laug
	Aníka, Karen, Gunnhildur og Matthea
	4x100m skriðsund á tímanum 4:46,77 í 50m laug
	Eydís, Karen, Gunnhildur og Matthea
	Telpnasveit 13-14 ára:
	4x100m fjórsund á tímanum 4:48,11 í 50m laug
	Íris, Laufey, Birta og Sunneva
	4x100m skriðsund á tímanum 4.18,35 í 50m laug
	Íris, Laufey, Sunneva og Birta
	4x200m skriðsund á tímanum 8:48,98 í 25m laug
	Íris Ósk, Laufey Jóna, Birta María og Sunneva Dögg
	4x200m skriðsund á tímanum 9:08,58 í 50m laug
	Íris Ósk, Laufey Jóna, Birta María og Sunneva Dögg
	Piltasveit ÍRB 15-17 ára:
	4x100m fjórsund á tímanum 4:16,12 í 50m laug
	Alexander, Einar, Baldvin og Kristófer
	4x200m skriðsund á tímanum 8:18,78 í 50m laug
	Kristófer, Baldvin, Þröstur og Jón Ágúst
	.jpg)
	Alexander, Einar, Baldvin, Kristófer og Anthony þjálfari.
	.jpg)
	Karen, Aníka, Gunnhildur, Matthea og Eðvarð þjálfari.
	-1.jpg)
	Íris Ósk Hilmarsdóttir bætti 15 ára gamalt met.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				