Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Tólf aldursmet á Aðventumóti ÍRB
Birta, Sunneva, Laufey, Íris stóðu sig vel í mótinu. Myndir/ÍRB
Þriðjudagur 11. desember 2012 kl. 15:33

Tólf aldursmet á Aðventumóti ÍRB

Sunddeild ÍRB stóð fyrir Aðventumóti um helgina í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og er óhætt að segja að árangur..

Sunddeild ÍRB stóð fyrir Aðventumóti um helgina í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og er óhætt að segja að árangur keppenda í mótinu hafi verið frábær. Alls voru tólf aldursmet slegin í mótinu og meðal annars met sem hafði staðið í 15 ár. Íris Ósk Hilmarsdóttir sló 15 ára gamalt telpnamet í 50m baksundi í 50m laug á tímanum 31,26 sekúndum.

Sjö met voru sett á fyrri keppnisdegi og fimm met bættust svo við á seinni keppnisdegi. Boðsundssveitir ÍRB voru mjög duglegar að slá íslensk aldursflokkamet eins og sjá má hér að neðan. Piltasveitin sló 13 ára gamalt aldursflokkamet Í 4x100m fjórsundi og 4x200m boðsundi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Meyjasveit 12 ára og yngri:
4x50m fjórsund á tímanum 2:20,52 í 25m laug
Eydís Ósk, Karen Mist,Gunnhildur Björg og Matthea

4x100m fjórsund á tímanum 5:03,49 í 25m laug
Eydís Ósk, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Matthea

4x100m skriðsund á tímanum 4:46,77 í 50m laug
Eydís Ósk, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Matthea

4x200m skriðsund á tímanum 10:19,25 í 50m laug
Eydís Ósk, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Anika Mjöll

4x100m fjórsund á tímanum 5:21,80 í 50m laug
Aníka, Karen, Gunnhildur og Matthea

4x100m skriðsund á tímanum 4:46,77 í 50m laug
Eydís, Karen, Gunnhildur og Matthea

Telpnasveit 13-14 ára:
4x100m fjórsund á tímanum 4:48,11 í 50m laug
Íris, Laufey, Birta og Sunneva

4x100m skriðsund á tímanum 4.18,35 í 50m laug
Íris, Laufey, Sunneva og Birta

4x200m skriðsund á tímanum 8:48,98 í 25m laug
Íris Ósk, Laufey Jóna, Birta María og Sunneva Dögg

4x200m skriðsund á tímanum 9:08,58 í 50m laug
Íris Ósk, Laufey Jóna, Birta María og Sunneva Dögg

Piltasveit ÍRB 15-17 ára:
4x100m fjórsund á tímanum 4:16,12 í 50m laug
Alexander, Einar, Baldvin og Kristófer

4x200m skriðsund á tímanum 8:18,78 í 50m laug
Kristófer, Baldvin, Þröstur og Jón Ágúst


Alexander, Einar, Baldvin, Kristófer og Anthony þjálfari.


Karen, Aníka, Gunnhildur, Matthea og Eðvarð þjálfari.


Íris Ósk Hilmarsdóttir bætti 15 ára gamalt met.

Dubliner
Dubliner