Tólf æfingar á viku í sundi og körfu
Jón Gauti Jónsson er ungur og efnilegur íþróttamaður úr Keflavík sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann æfir bæði sund og körfubolta og er að standa sig vel í báðum þessum íþróttum enda hörku nagli þar á ferð. Jón Gauti er þessa dagana að reyna að ná unglingalandsliðslágmarki í sundinu en hann hefur tvö mót til að ná því og þarf að bæta tímann sinn um tæpa sekúndu. Bestu greinar Jóns Gauta eru 100 m. bringusund og 200 m. fjórsund. Jón Gauti æfir körfubolta með 10. flokki karla í Keflavík en þeir hafa ekki staðið sig alveg nógu vel upp á síðkastið en Jón Gauti telur þá geta gert mun betur. Hann var valinn besti leikmaður liðsins í fyrra en hann var með 17 stig að meðaltali í leik. Einnig er hann að æfa með körfuboltalandsliðinu í sínum árgangi og eru þeir að spila æfingaleiki á fullu en landsliðið er að fara á mót í Lúxemburg á næstunni.
Fer ekki mikill tími í sportið hjá þér?
„Jú það fer gríðalega mikill tími í þetta en ég er á tólf æfingum á viku, fjórum í körfubolta og átta í sundinu. Þó það fari mikill tími í sportið er ég ágætis námsmaður líka og mér gengur vel í skólanum“.
Jón Gauti byrjaði að æfa sund og körfubolta þegar hann var sex ára og hefur hann unnið til margra verðlauna á þessum árum, þó aðallega í sundinu.
“Ég hef staðið mig ágætlega í báðum íþróttunum en þó aðeins betur í sundinu og var ég m.a. Íslandsmeistari með boðsundssveit ÍRB í fyrrasumar. Stærsta afrekið mitt er þó þegar ég komst á Ólympíuleika æskunnar í sumar á Spáni. Þar bætti ég tímana mína og var mjög ánægður með það“.
Finnst þér að krakkar ættu að æfa fleirri en eina íþróttagrein?
„Já ef það hefur áhuga á því og foreldrarnir leyfa það finnst mér það sjálfsagt. Það er nægur tími til að ákveða í hvaða íþrótt maður á eftir að enda og t.d. hef ég ekki gert upp hug minn hvað það varðar“.
Jón Gauti í nærmynd
Besti meðspilari?
„Ætli það sé ekki Hinrik Jóhann Óskarsson“
Erfiðasti andstæðingur?
„Steini í Val en ég man ekki hvað hann heitir fullu nafni“
Af hverju ertu númer 10?
„Það var eina númerið sem var laust þegar ég byrjaði“
Hvaða númer villtu helst bera?
„Ég væri til í að vera númer 30 því það er númerið hjá uppáhalds leikmanni mínum í NBA“
Fylgistu með öðrum íþróttum en körfubolta og sundi?
„Já ég fylgist með fótbolta“
Uppáhalds lið og leikmaður ensku?
„Manchester United og Roy Keane“
Hvað er besta liðið í NBA körfunni?
„Portland Trailblazers og Rasheed Wallace“
Besta kvikmynd sem þú hefur séð?
„The Others“
Besti leikari?
„Það er töffarinn Samuel L. Jackson“
Hvaða kven/karl-stjarna finnst þér mest aðlaðandi?
„Angelina Jolie er flott“
Hvernig tónlist hlustar þú á?
„Ég hlusta á rokk og rapp“
Hvaða fatamerki „fílar“ þú mest?
„Verður maður ekki að segja AND 1“
Draumabíllinn?
„Daihatsu“
Uppáhalds drykkur?
„Alltaf Coca Cola“
Uppáhalds matur?
„Bitaborgari á Villa“
Fer ekki mikill tími í sportið hjá þér?
„Jú það fer gríðalega mikill tími í þetta en ég er á tólf æfingum á viku, fjórum í körfubolta og átta í sundinu. Þó það fari mikill tími í sportið er ég ágætis námsmaður líka og mér gengur vel í skólanum“.
Jón Gauti byrjaði að æfa sund og körfubolta þegar hann var sex ára og hefur hann unnið til margra verðlauna á þessum árum, þó aðallega í sundinu.
“Ég hef staðið mig ágætlega í báðum íþróttunum en þó aðeins betur í sundinu og var ég m.a. Íslandsmeistari með boðsundssveit ÍRB í fyrrasumar. Stærsta afrekið mitt er þó þegar ég komst á Ólympíuleika æskunnar í sumar á Spáni. Þar bætti ég tímana mína og var mjög ánægður með það“.
Finnst þér að krakkar ættu að æfa fleirri en eina íþróttagrein?
„Já ef það hefur áhuga á því og foreldrarnir leyfa það finnst mér það sjálfsagt. Það er nægur tími til að ákveða í hvaða íþrótt maður á eftir að enda og t.d. hef ég ekki gert upp hug minn hvað það varðar“.
Jón Gauti í nærmynd
Besti meðspilari?
„Ætli það sé ekki Hinrik Jóhann Óskarsson“
Erfiðasti andstæðingur?
„Steini í Val en ég man ekki hvað hann heitir fullu nafni“
Af hverju ertu númer 10?
„Það var eina númerið sem var laust þegar ég byrjaði“
Hvaða númer villtu helst bera?
„Ég væri til í að vera númer 30 því það er númerið hjá uppáhalds leikmanni mínum í NBA“
Fylgistu með öðrum íþróttum en körfubolta og sundi?
„Já ég fylgist með fótbolta“
Uppáhalds lið og leikmaður ensku?
„Manchester United og Roy Keane“
Hvað er besta liðið í NBA körfunni?
„Portland Trailblazers og Rasheed Wallace“
Besta kvikmynd sem þú hefur séð?
„The Others“
Besti leikari?
„Það er töffarinn Samuel L. Jackson“
Hvaða kven/karl-stjarna finnst þér mest aðlaðandi?
„Angelina Jolie er flott“
Hvernig tónlist hlustar þú á?
„Ég hlusta á rokk og rapp“
Hvaða fatamerki „fílar“ þú mest?
„Verður maður ekki að segja AND 1“
Draumabíllinn?
„Daihatsu“
Uppáhalds drykkur?
„Alltaf Coca Cola“
Uppáhalds matur?
„Bitaborgari á Villa“