Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tjarnarhögg í vorgolfi í Leirunni
Miðvikudagur 30. mars 2011 kl. 13:00

Tjarnarhögg í vorgolfi í Leirunni

Kylfingar á Suðurnesjum bíða nú óþreyjufullir eftir vorinu sem er handan við hornið. Sumir eru óþolinmóðari en aðrir og drífa sig út í Leiru þó það séu ekki sumaraðstæður, grasið ekki vel grænt og pínu bleyta hér og þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hilmar Björgvinsson, kylfingur í GS fór í golf með nokkrum félgöum sínum í vikunni og birti þessar myndir og nokkrar fleiri á facebook síðu sinni. Sveiflurnar hjá þeim köppum eru ágætar en hugarfarið enn betra.

Hilmar slær á 3. teig á efri myndinni en á þeirri neðri má sjá Jón Inga Ægisson í slabbi í tjörninni á 18. braut. Neðst má sjá Annel Þorkelsson slá.