Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tíunda tap Þróttar í röð
Föstudagur 4. janúar 2008 kl. 16:01

Tíunda tap Þróttar í röð

Þróttur Vogum laut í lægra hald gegn nöfnum sínum í Ármanni/Þrótt í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik. Þróttarar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-49, um miðjan þriðja leikhluta en nær komust þeir ekki að sinni og 10 stiga tap staðreynd, 89-79.

Var þetta tíunda tap Þróttara í vetur í 1. deildinni en þeir eru á botni deildarinnar án stiga.

Stigahæstur hjá Þrótti var Grétar Garðarsson með 25 stig og Ragnar Ragnarsson skoraði 12.

Hjá Ármann/Þrótti var Maurice Ingram stigahæstur með 18 stig en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið.

VF-mynd: Stefán Þór – [email protected]: Ragnar Ragnarsson fyrrum leikmaður Njarðvíkur og fyrrum leikmaður Keflavíkur Gunnar Stefánsson voru eitthvað að skjóta á hvorn annan í leiknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024