Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tíu marka sigur Keflvíkinga - Sveindís með sex mörk
Mánudagur 27. júní 2016 kl. 09:19

Tíu marka sigur Keflvíkinga - Sveindís með sex mörk

Keflavíkurkonur sóttu Gróttu heim í 1. deild kvenna í fótbolta á laugardag. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið einstefna hjá stelpunum úr Bítlabænum, en lið Gróttu hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Keflvíkingar unnu tíu marka sigur, lokatölur 1-11. Mörkin hefðu jafnvel getað orðið fleiri en Keflvíkingar áttu 40 marktilraunir í leiknum.

Hin unga Sveindís Jane Jónsdóttir var í stuði í leiknum en hún gerði sex mörk. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði tvö mörk og þær Amber Pennybaker, Una Margrét Einarsdóttir og Birgitta Hallgrímsdóttir, gerðu eitt mark hver.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveindís Jane vakti nokkra athygli fyrr í sumar þegar hún skoraði fjögur mörk í leik. Nú bætti þessi 14 ára framherji um betur og setti sex á móti Gróttu.