Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tíu leikmenn semja við Grindavík
Mynd: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 09:28

Tíu leikmenn semja við Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við tíu leikmenn sem munu leika með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í vetur, leikmennirnir skrifuðu allar undir tveggja ára samninga.
Níu yngstu leikmennirnir léku með meistaraflokki á síðasta tímabili og auk þeirra skrifaði reynsluboltinn Erna Rún Magnúsdóttir en hefur leikið með Þór Akureyri síðustu ár.

Leikmenn á mynd: Frá vinstri : Arna Sif Elíasdóttir, Halla Emilía Garðarsdóttir, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Erna Rún Magnúsdóttir, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir, Ólöf Rún Óladóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, Angela Björg Steingrímsdóttir og Jenný Geirdal Kjartansdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024