Tíu frá Suðurnesjum á landsliðsæfingu
Það fer ekki á milli mála að framtíðin er björt í körfuboltanum á Suðurnesjum. Núna eru U16 karla- og kvennalandsliðin á leiðinni á Flúðir á æfingahelgi til að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi. Að þessu sinni er enginn strákur af Suðurnesjum að fara á æfingarnar, en þeim mun fleiri stelpur, eða 11 talsins.
Þær eru:
Þórunn Friðriksdóttir. Njarðvík.
Edda Karlsdóttir. Keflavík.
Hjördís Lilja Traustadóttir. Keflavík.
Eva María Davíðsdóttir. Keflavík.
Sara Lind Kristjánsdóttir. Keflavík.
Erna Dís Friðriksdóttir. Keflavík.
Anna Margrét Lucic Jónsdóttir. Grindavík.
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir. Grindavík.
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir. Grindavík.
Jenný Geirdal Kjartansdóttir. Grindavík.
Una Rós Unnarsdóttir, Grindavík.
Við óskum þeim góðs gengis og bíðum spennt eftir að heyra hvernig þeim gengur á Norðurlandamótinu.