Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 17:12

Tíu bikartitlar hjá Keflavík

Keflavíkurstúlkur gerðu það sem þær höfðu predikað í fjölmiðlum fyrirbikarúrslitaleik KKÍ, einbeittu sér og gáfu engin grið. Strax í upphafi gáfu þær Birna Valgarðsdóttir(16 stig, 7 fráköst og 3 stolnir) og Anna María Sveinsdóttir (17 stig, 9 fráköst og 4 stolnir) tóninn, vörnin stal knettinum og skilaði auðveldum körfum. Áður en Stúdínur náðu andanum var leikurinn tapaður. Í hálfleik var orðinn helmingsmunur 39-20 og þrátt fyrir að pressulausar engu-að-tapa-lengur ÍS-stúlkur næðu að minnka muninn var sigurinn aldrei í hættu og tíunda bikartitlinum landað, þeim fyrsta á nýrri öld, 59-48. Fyrir leikinn var mikið rætt um að þrátt fyrir ætlaða yfirburði Keflavíkur skipti einbeitingin og dagsformið öllu í bikarnum og það kom á daginn. Á 100% einbeitingu áttu Keflvíkingar alls kostar við ÍS og hreinlega áfall að sjá þvílíkan getumun á tveimur liðum í efri hluta sömu deildar og mátti sjá í upphafi leiks. Auk þeirra Birnu og Önnu Maríu léku þær Alda Leif Jónsdóttir, Kristín Blöndal, Erla Þorsteinsdóttir og Kristín Þórarinsdóttir allar vel. Aðrir leikmenn liðsins léku of stutt til að verða dæmdir af frammistöðunni. Anna María besti leikmaðurinn Sumir hafa verið svo lengi á toppnum að mörgum finnst sem þessir leikmenn hljóti hreinlega að vera á risaeðlualdrinum. Anna María Sveinsdóttir er einn þessara leikmanna en hún varð þrítug á þessu tímabili. Á þessu tímabili hefur hún ekki leitt Keflvíkinga í öllum tölulegum staðreyndum og margor haft orð á að nú væri kempan "aldna" farin að gefa eftir. Í bikarúrslitaleiknum blés hún á þessar raddir, var besti leikmaður liðsins, stigahæst, frákastahæst og með bestu skotnýtinguna. Litli risinn Alda Alda Leif Jónsdóttir, Stúdínan fyrrverandi, hefur heldur betur breytt um ham milli tímabila. Stúlkan, sem þekkt var helst af þriggja stiga skotum og sóknarleik almennt hefur tekið hlutina öðrum tökum í ár. Í leiknum um helgina skoraði hún 3 stig (allt víti), tók 6 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 5 skot, einu fleiri en allt ÍS-liðið. Með því urðu þau Alda og Alexandre Ermolinskij jafningjar, tveir risar. Birna í hóp bestu leikmanna landsins Birna Valgarðsdóttir hefur oft verið talin óþekkta stærðin í leik Keflvíkinga. Hún sé annaðhvort í stuði eða úti á hól að ..... . Á þessu tímabili hefur hún eytt af öllum vafa. Hún er einfaldlega orðinn einn hættulegasti sóknarleikmaður landsins, leikmaður sem getur snúið töpuðum leik í unnin eða skilið andstæðinginn eftir í svaðinu með sárt ennið og skítugan botninn, ef þannig má að orði komast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024