Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Titilvörnin hefst í maí
Miðvikudagur 4. apríl 2007 kl. 16:37

Titilvörnin hefst í maí

Íslandsmeistarinn í Motocrossi, Gylfi Freyr Guðmundsson, segist nú vera búinn að ná fullum bata eftir að hann fór í aðgerð á annarri öxlinni í desember 2006. Gylfi fór í aðgerð eftir að hafa farið úr axlarlið og var hann þegar kominn aftur á hjólið í janúarlok á þessu ári. Titilvörn Gylfa hefst í maí en fyrsta motocrossmótið á Íslandsmótinu fer fram í Ólafsvík um miðjan næsta mánuð. Gylfi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann ætlaði sér að verja titilinn en bætti því við að félagi sinn, Aron Ómarsson, ætti eftir að láta vel að sér kveða í sumar.

 

,,Aron verður í topp þremur sætunum í sumar en hann hefur verið að æfa vel, hann er alla daga uppi á Sólbrekkubraut,” sagði Gylfi en brautinni verður rutt úr vegi eftir rúmt ár þegar framkvæmdir við Iceland Motopark halda áfram.

 

Annar motocrosskappi af Suðurnesjum verður í eldlínunni í sumar með þeim Gylfa og Aroni en það er Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson sem nú er orðinn algóður af bakmeiðslum en það féll saman hjá honum hryggjarliður í apríl á síðasta ári og því gat hann ekkert beitt sér í Íslandsmótinu síðasta sumar. Suðurnesjamenn munu því gera þrefalt tilkall í Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið.

 

,,Ég ætla mér að halda titlinum í það minnsta eitt sumar til viðbótar, ég er sá sem menn þurfa að vinna,” sagði Gylfi sposkur en síðasta sumar landaði Gylfi Freyr sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í lokakeppninni sem fram fór á Sólbrekkubraut.

 

VF-mynd/ [email protected]Gylfi í háloftunum síðasta sumar á Sólbrekkubraut.

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024