Fimmtudagur 28. júní 2007 kl. 13:00
Titilvörn Keflavíkur hefst gegn Þrótti Reykjavík
Dregið var í 16 liða úrslita í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og mun titilvörn Bikarmeistara Keflavíkur hefjast gegn Þrótti Reykjavík miðvikudaginn 11. júlí næstkomandi. Leikurinn fer fram í Laugardalnum á heimavelli Þróttar sem lagði Grindavík í 4. umferð keppninnar til að komast í 16 liða úrslitin. Þjálfari Þróttar er enginn annar en Keflvíkingurinn góðkunni Gunnar Oddsson.
Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ við þjóðarleikvanginn í dag. Drátturinn skiptist svona:
10. júlí
Fjarðabyggð-Fjölnir
ÍBV-FH
Haukar-Fram
KR-Valur
11. júlí
Þróttur R.-Keflavík
Þór-Fylkir
ÍA-Víkingur
Breiðablik-HK
VF-mynd/ [email protected] – Frá bikardrættinum í dag.