Titilinn á leið til Keflavíkur
Spá liggur fyrir í Domino's deild kvenna
Keflvíkingar eiga sigur vísan í Domino's deild kvenna í körfubolta ef eitthvað er að marka spár formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir komandi tímabil. Bikarmeistarar síðustu tveggja ára eru einu fulltrúar Suðurnesja í efstu deild þetta tímabilið og hafa þegar landað fyrsta titli vetrarins, með sigri í leik meistara meistaranna á dögunum.
Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg stig hvert lið fékk í kosningunni.
Domino's deild kvenna
1. Keflavík · 161
2. Valur · 158
3. Snæfell · 131
4. Stjarnan · 130
5. Skallagrímur · 96
6. Haukar · 93
7. Breiðablik · 56
8. KR · 39
Mest var hægt að fá 192 stig, minnst var hægt að fá 24 stig