Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tinna vann sterkan strákaflokk
Fimmtudagur 22. mars 2018 kl. 12:47

Tinna vann sterkan strákaflokk

Tinna Einarsdóttir, sem er ein efnilegasta júdókona landsins, vann um síðastliðna helgi sterkan flokk, sem innihélt einungis stráka á vormóti JSÍ en engar stelpur voru skráðar til leiks til að keppa við hana. Tinna keppir fyrir hönd UMFG og á framtíðina fyrir sér í júdósportinu.

Patrekur Unnarsson frá Þrótti Vogum vann með miklum yfirburðum sinn flokk, en hann er einnig efnilegur júdókappi.

Þjálfari UMFG og UMFÞ í júdó, Arnar Már Jónsson, segist vera afar stoltur af sínu fólki um helgina en keppt var á vormóti yngri hjá JSÍ. Samanlagt var hann með stærsta hópinn á mótinu, eða þrettán keppendur allt í allt, átta frá Grindavík og fimm frá Þrótti Vogum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á mótinu.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér eru úrslit helgarinnar:

Grindavík.
Dr. U13 -46 (4) ...
4. Kent MAZOWIECKI Grindavík
Dr. U13 -55 (4)
2. Snorri STEFÁNSSON Grindavík
3. Arnar ÖFJÖRÐ Grindavík
Dr. U15 -46 (4)
2. Hjörtur KLEMENSSON Grindavík
Dr. U15 -66 (4)
1. Tinna EINARSDÓTTIR Grindavík

St. U18 -70 (3)
3. Olivia MAZOWIECKA Grindavík
Dr. U18 -50 (3)
2. Róbert LATKOWSKI Grindavík
3. Adam LATKOWSKI Grindavík

Þróttur Vogum:
Dr. U13 -38 (4)
3. Bragi HILMARSSON Þróttur
Dr. U13 -46 (4)
3. Samúel PÉTURSSON Þróttur
Dr. U13 -55 (4)
1. Patrekur UNNARSSON Þróttur
Dr. U15 -66 (4)
3. Jóhann JAKOBSSON Þróttur
4. Jökull HARÐARSON Þróttur