Þriðjudagur 25. mars 2003 kl. 20:52
Tindastóll jafnaði metin
Tindastóll sigraði Grindavík, 108:101, í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Leikið var á Sauðárkróki en með sigrinum jafnaði Tindastóll metin í viðureigninni gegn Grindavík, bæði lið hafa unnið sinn hvorn leikinn.