Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 20:31

Timothy Szatko farinn frá Grindvíkingum

Timothy Szatko, 22 ára gamall Bandaríkjamaður með pólskt ríkisfang mun ekki leika fleiri leiki með Grindavíkur liðinu í körfuknattleik og hélt hann af landi brott í gær. Szatko kom til liðs við Grindvíkinga um helgina og lék með því gegn Keflavík í undanúrslitaleik í bikarkeppni KKÍ, Lýsingarbikarnum, en þar höfðu Keflvíkingar betur. Miðherjinn skoraði 15 stig í leiknum og tók 6 fráköst.
Leikmaðurinn var aðeins til reynslu hjá félaginu og engin samningur var gerður við hann áður en hann kom til landsins. Grindvíkingar eru að leita að Bandaríkjamanni sem á að styrkja liðið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en liðið er í efsta sæti í úrvalsdeild, Intersportdeildinni. Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024