Timothy Szatko farinn frá Grindvíkingum
Timothy Szatko, 22 ára gamall Bandaríkjamaður með pólskt ríkisfang mun ekki leika fleiri leiki með Grindavíkur liðinu í körfuknattleik og hélt hann af landi brott í gær. Szatko kom til liðs við Grindvíkinga um helgina og lék með því gegn Keflavík í undanúrslitaleik í bikarkeppni KKÍ, Lýsingarbikarnum, en þar höfðu Keflvíkingar betur. Miðherjinn skoraði 15 stig í leiknum og tók 6 fráköst.
Leikmaðurinn var aðeins til reynslu hjá félaginu og engin samningur var gerður við hann áður en hann kom til landsins. Grindvíkingar eru að leita að Bandaríkjamanni sem á að styrkja liðið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en liðið er í efsta sæti í úrvalsdeild, Intersportdeildinni. Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu.
Leikmaðurinn var aðeins til reynslu hjá félaginu og engin samningur var gerður við hann áður en hann kom til landsins. Grindvíkingar eru að leita að Bandaríkjamanni sem á að styrkja liðið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en liðið er í efsta sæti í úrvalsdeild, Intersportdeildinni. Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu.