Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:38

TÍMAMÓTASIGUR GRINDVÍKINGA

Grindvíkingar skelltu Keflvíkingum í fyrsta sinn í Keflavík 3-2 og léttu á fallskýjunum sem grúft höfðu sig yfir útgerðarbæinn undanfarnar vikur. Keflvíkingar misstu aftur á móti endanlega af möguleikanum á Evrópusæti. Keflvíkingar virtust sterkari en þó verður að segja eins og er að sóknartilburðir Grindvíkinga voru það eina sem fékk hjartað til að slá örar. Sóknir þeirra voru hraðar og stöðug hætta í kringum þá Grétar Hjartarson, Scott Ramsey og Sinisa Kekic. Þrátt fyrir sóknarsnilli þessara pilta var það serbinn Stevo Vorkapic sem var bestur allra á vellinum, lék nær óaðfinnanlega í hjarta Grindavíkurvarnarinnar. Mörkin: Grindavík - Grétar Hjartarson (4. og 73 mín.), Scott Ramsey (63. mín) Keflavík - Eysteinn Hauksson (41. mín), Kristján Brooks (67. mín. vsp.).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024